Um Jay-O
Eftir að hafa verið með tónlistarbakteríu frá unga aldri, byrjaði Jónas Óli Jónasson, eða Jay-O 11 ára að plötusnúðast. Þaðan lá leiðin í plötusnúðakeppni félagsmiðstöðva sem hann sigraði tvö ár í röð.
Síðan 2006 hefur Jónas haft atvinnu af tónlist. Á þessum tíma hefur hann spilað meðal annars á árshátíðum fyrirtækja, fyrirtækjaskemmtunum, skólaböllum, með föst kvöld á vinsælustu skemmtistöðum borgarinnar, afmælum, brúðkaupum og fleiri atburðum
20 ára byrjaði hann feril sinn á Hverfisbarnum. Þaðan lá leiðin inn á Vegamót. Eftir það hefur Jónas spilað á stöðum á borð við Prikið, b5 og Austur. Í dag spilar Jónas oftast á b5 af skemmtisöðum bæjarins.
Tónlistin sem Jónas spilar hentar fyrir alla hópa og inniheldur blöndu af funk, diskó, pop, old school hip-hop og því sem er vinsælt hverju sinni.
Einnig lærði Jónas á píanó frá 1992-2006 og kláraði 5. stig frá FÍH. Hann er þar að auki með BSc. í fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík ásamt því að reka sitt eigið fyrirtæki.
